Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Garðyrkjubændur stofna rafveitu

16.02.2013 - 05:10
Mynd með færslu
 Mynd:
Sveitarstjórnir Bláskógabyggðar og Hrunamannahrepps hafa ásamt garðyrkjubændum stofnað félagið Uppsveitaorka ehf.

Félagið ætlar á næstu dögum að sækja um leyfi til að stofna rafveitu með það að markmiði að afla og dreifa orku til garðyrkjubænda og annars atvinnurekstrar á hagkvæmari hátt en nú er. Í fréttatilkynningu segir að sífelldar hækkanir undanfarinna ára á raforku og sérstaklega á dreifingu hennar hafi gert það að verkum að hagkvæmasti kosturinn sé að byggja upp og reka eigið dreifikerfi. Í fyrsta áfanga sé gert ráð fyrir að ná til um 75% garðyrkjubænda. Stofnendur félagsins eru 17 garðyrkjubændur í Laugarási, Reykholti og á Flúðum ásamt sveitarfélögunum tveimur.