Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Gantz fær stjórnarmyndunarumboð í Ísrael

24.10.2019 - 01:49
epa07943658 Benny Gantz, leader of the Blue and White party, speaks during a press statement after a letter of appointment for entrusted with forming the next government was handed to Gantz at the President's residence in Jerusalem, Israel, 23 October 2019. Israeli Prime Minister Netanyahu failed to form a coalition within the 28 days given to him by the President following the 17 September election. Benny Gantz will have his 28 days to form a coalition.  EPA-EFE/ABIR SULTAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Fyrrverandi hershöfðinginn Benny Gantz tók í dag við stjórnarmyndunarkeflinu af Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Netanyahu hefur gegnt embætti forsætisráðherra síðan 2009, en honum tókst ekki að mynda starfhæfa stjórn eftir þingkosningar í apríl og september. Hann gafst loks upp á mánudag og eftirlét forsetanum Reuven Rivlin að veita Gantz umboð til stjórnarmyndunar.

Gantz fær fjórar vikur til að mynda ríkisstjórn. Sjálfur kveðst hann bjartsýnn á að geta það, en talið er að hann eigi eftir að lenda í svipuðum vandræðum og Netanyahu.

Takist Gantz ekki ætlunarverk sitt á tilsettum tíma gæti þurft að boða aftur til kosninga, þeirra þriðju á innan við ári. Bláhvíta bandalag Gantz og Likud-bandalag Netanyahus eru tveir langstærstu flokkar landsins. Gantz neitaði tilboði Netanyahus um samsteypustjórn þeirra tveggja. Þeir eru einu flokkarnir sem geta myndað tveggja flokka stjórn.