Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Gagnrýnir kosningu í stjórn RÚV

28.01.2014 - 14:54
Mynd með færslu
 Mynd:
Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, spurði að því við upphaf þingfundar á Alþingi hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ætlaði aftur að efna til ófriðar um Ríkisútvarpið. Tilefnið er kosning í stjórn RÚV sem var frestað í gær þangað til á morgun.

Síðasta sumar hugðist stjórnarmeirihlutinn gera þær breytingar að meirihlutinn fengi 6 í stjórnina en minnihlutinn 3. Í atkvæðagreiðslu fór einn stjórnarliði í lið stjórnarandstöðunnar svo áður gert samkomulag um að meirihlutinn fengi 6 og minnihlutinn 3 hélt ekki. Því spyr Helgi Hjörvar nú hvort þetta sé á ný fyrirætlan stjórnvalda á morgun, að fórna fulltrúa Pírata og koma einum Framsóknarmanni að til viðbótar.