Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, spurði að því við upphaf þingfundar á Alþingi hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ætlaði aftur að efna til ófriðar um Ríkisútvarpið. Tilefnið er kosning í stjórn RÚV sem var frestað í gær þangað til á morgun.