Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Gagnrýnir birtingu skýrslu án samráðs

19.11.2018 - 15:33
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
„Ég hef ekki séð lokaskýrsluna og mér var ekki gert viðvart um að hún og þá væntanlega gögn um mína persónulegu hagi yrðu gerð opinber í dag,“ segir Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem sagt var upp starfi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar í haust.

Málefni Áslaugar hafa vakið tals verða athygli eftir að vakin var athygli á því á samfélagsmiðlum að henni hefði verið sagt upp. Hún gagnrýndi viðbrögð starfsmannastjóra og forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur við uppsögn sinni. 

Áslaug hélt ræðu á kvennafrídeginum þar sem hún ræddi mál sín. Deilt hefur verið á skipuleggjendur dagskrárinnar fyrir að hafa þá ræðu sem einn dagskrárliðanna.