Benedikt Erlingsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hross í oss, gagnrýndi íslensk stjórnvöld fyrir niðurskurð í kvikmyndaiðnaðinum þegar hann veitti kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs viðtöku í ráðhúsinu í Stokkhólmi í gærkvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd hlýtur verðlaunin.