Gagnrýna frumvarp um takmörkun á heimagistingu

Mynd: ÞÓL / Rúv

Gagnrýna frumvarp um takmörkun á heimagistingu

03.03.2016 - 15:12

Höfundar

Fjölgun hótel- og gistrýma hefur ekki fylgt fjölgun ferðamanna og því hefur hlaupið vöxtur í deilihagkerfið. Innan þess er til dæmis heimagisting eins og er í boði á Airbnb, Út um allt land eru sumarbústaðir, íbúðir, herbergi og hús skráð til útleigu á Airnbnb. Flestar eru í Reykjavík, 2700 íbúðir, mest í miðbænum.

Airbnb íbúðum á Íslandi hefur fjölgað um tæplega 130 prósent á tæpu ári - seldar gistinætur á Airbnb eru um 20% af seldum gistinóttum hótela. Árlega nema heildartekjur þeirra sem hafa skráð eignir sínar á airbnb rúmlega 2 miljörðum króna. Fyrir marga er þetta ágætis innkoma og getur skipt sköpum í heimilishaldinu. 

En Airbnb fyrirkomulagið hefur verið gagnrýnt, af hóteleigendum, sveitarfélögum, nágrönnum, íslenskum leigutökum og þeim sem eru í fasteignahugleiðingum. Nýverið voru stofnuð samtök um skammtímaleigu en þar á að skapa vettvang fyrir þá fjöldamörgu Íslendinga sem nota Airbnb til að leigja út eignir sínar. Sölvi Melax er einn þeirra. Hann kom í Samfélagið og svaraði gagnrýni sem hefur beinst að skammtímaleigu til ferðamanna og ræddi um athugasemdir samtakanna við frumvarpi ferðamálaráðherra sem tekur á leyfum og takmörkunum á heimagistingu.