Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Gætu frestað frjálsri för Króata

29.05.2013 - 17:52
Mynd með færslu
 Mynd:
Gera má ráð fyrir íslensk stjórnvöld áskilji sér rétt til að fresta tímabundið frjálsri för króatískra ríkisborgara til Íslands, eftir að Króatía bætist í hóp aðildarríkja Evrópusambandsins 1. júlí næstkomandi.

Þetta kemur fram í frétt á vef utanríkisráðuneytisins, sem birt er vegna máls króatískra hælisleitenda sem fluttir voru héðan á brott í gær. Þar segir að þó Króatar verði aðilar að Evrópusambandinu eigi eftir að semja um aðild þeirra að EES-samningnum. Þar til það hefur verið gert gildi ákvæði EES-samningsins ekki fyrir króatíska ríkisborgara. Þeir geti því ekki komið hingað með sömu réttindum og aðrir íbúar Evrópusambandsríkja. Enn fremur sé í gildi ákvæði í samningi Króatíu við Evrópusambandið sem fresti tímabundið frjálsri för fólks milli Króatíu og aðildarríkja Evrópusambandsins.