Veðurstofan miðar við að mögulegt flóð í Jökulsá á Fjöllum gæti numið 25 þúsund rúmmetrum á sekúndu. Þetta kemur fram í nýju bráðabirgðamati flóða ef gos í Bárðarbungu veldur jökulhlaupi.
Flóðið myndi ná Holuhrauni á innan við hálftíma, brúnni við Upptyppinga eftir tvo tíma og færi framhjá Herðubreið eftir þrjá og hálfan tíma.