Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Gabríel rauðhærðasti Íslendingurinn 2018

07.07.2018 - 20:46
Mynd með færslu
 Mynd: Akraneskaupstaður
Gabríel Ísak Valgeirsson var í dag valinn rauðhærðasti Íslendingurinn 2018 á Írskum dögum á Akranesi sem fram fara um helgina nítjánda árið í röð. Gabríel sem er 15 ára fékk í verðlaun flug fyrir tvo til Dublin á Írlandi. Tilkynnt var um valið á Akratorgi á fjölskylduskemmtun þar í dag.

Í tilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að margt hafi verið um manninn á hátíðinni og fjölbreytt skemmtiatriði á dagskrá. Veður hafi verið með besta móti. Þótt rignt hafi eftir hádegi í dag þá hafi veðrið skánað eftir því sem leið á daginn og sólin loks látið sjá sig um fjögur leytið. 

Í kvöld verður brekkusöngur og sveitaballið Lopapeysan.