Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Fyrstu mínútur Arons fyrir Bandaríkin

Mynd með færslu
 Mynd:

Fyrstu mínútur Arons fyrir Bandaríkin

14.08.2013 - 20:51
Aron Jóhannsson lék sínar fyrstu mínútur fyrir landslið Bandaríkjanna í knattspyrnu þegar liðið sigraði Bosníu-Hersegóvínu 4-3 í vináttulandsleik í Sarajevo í kvöld.

Aron byrjaði á varamannabekk bandaríska liðsins en kom inná á 63. mínútu í stöðunni 2-2 en lið Bosníu-Hersegóvínu var 2-0 yfir í hálfleik. Jozy Altidore skoraði þrjú mörk fyrir Bandaríkin í leiknum og Eddie Johnson eitt mark en Edin Dzeko gerði tvö marka Bosníumanna og Vedad Ibisevic eitt mark.

Tengdar fréttir

Fótbolti

Aron kominn með leikheimild

Fótbolti

Aron sendi snapchat

Fótbolti

Meiri líkur á HM með liði Bandaríkjanna

Fótbolti

Aron valinn í bandaríska landsliðið