Aron byrjaði á varamannabekk bandaríska liðsins en kom inná á 63. mínútu í stöðunni 2-2 en lið Bosníu-Hersegóvínu var 2-0 yfir í hálfleik. Jozy Altidore skoraði þrjú mörk fyrir Bandaríkin í leiknum og Eddie Johnson eitt mark en Edin Dzeko gerði tvö marka Bosníumanna og Vedad Ibisevic eitt mark.