Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Fyrstu lömb vorsins í Dalabyggð

19.03.2018 - 03:24
Vorið er ekki einungis í lofti þessa dagana, heldur virðist það komið í fjárhúsin. Í það minnsta voru vorboðar mættir í fjárhúsin hjá Gísla Þórðarsyni, bónda á Spágilsstöðum í Dalabyggð. Vefmiðillinn Búðardalur.is greinir frá því að ær í eigu Gísla hafi borið þremur lömbum þann 14. mars síðastliðinn.

Sigurður Sigurbjörnsson, fréttamaður Búðardalur.is, fór á stúfana og tók stutt myndband af nýbornum flekkóttum hrút, sem sjá má í spilaranum hér að ofan.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV