Vorið er ekki einungis í lofti þessa dagana, heldur virðist það komið í fjárhúsin. Í það minnsta voru vorboðar mættir í fjárhúsin hjá Gísla Þórðarsyni, bónda á Spágilsstöðum í Dalabyggð. Vefmiðillinn Búðardalur.is greinir frá því að ær í eigu Gísla hafi borið þremur lömbum þann 14. mars síðastliðinn.