Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Fyrsti þeldökki forsíðuljósmyndarinn hjá Vogue

Mynd með færslu
 Mynd: Pexels

Fyrsti þeldökki forsíðuljósmyndarinn hjá Vogue

01.08.2018 - 15:27

Höfundar

Hinn 23 ára gamli Tyler Mitchell varð á dögunum fyrsti þeldökki ljósmyndarinn til að taka forsíðumynd fyrir bandarísku útgáfu Vogue tískutímaritsins. Var það tónlistarkonan Beyoncé sem stóð að baki ákvörðuninni en hún fékk fullt listrænt frelsi varðandi forsíðumyndaþátt í blaðinu.

Þrátt fyrir ungan aldur á Mitchell að baki glæstan feril í tískuheiminum en hann hefur myndað fjölda tískuþátta fyrir i-D tímaritið, Teen Vogue, The Fader og Office Magazine. Þá hefur hann unnið með heimsfrægum tískuhúsum á borð við Marc Jacobs og Ray Ban.

Samkvæmt heimildum breska blaðsins The Huffington Post, sem sagði fyrst frá málinu, er tónlistarkonan Beyoncé manneskjan á bakvið þessa ákvörðun. Samkvæmt heimildarmönnum blaðsins gaf ritstjórn Vogue Beyoncé fulla listræna stjórn yfir myndaþættinum, þá yfir forsíðumyndinni og undirtexta myndanna sem hún hefur skrifað sjálf og eru í löngu máli.

epa05662539 (FILE) A file picture dated 04 November 2016 of US recording artist Beyonce performing on stage at a campaign event for Democratic presidential candidate Hillary Clinton in Cleveland, Ohio, USA. The 2017 Grammy nominees were announced 06
 Mynd: EPA

Fram að þessu hefur ristjóri blaðsins, Anna Wintour, ávallt haft fulla stjórn yfir tískuþáttum blaðsins og hefur ávallt valið fatnaðinn á forsíðufyrirsæturnar. Þá hafa téðar fyrirsætur fram að þessu aldrei haft neitt að segja um stíliseringu, áherslur eða útlit forsíðunnar en hafa fengið uppkast afhent viku fyrir birtingu. Ljósmyndairnn ungi var í viðtali við The New York Times í desember síðastliðnum og sagði við það tilefni að hann „túlkaði þeldökka á sannan hátt.“  Einnig sagði hann við sama tækifæri: „Ég tek myndir út frá sönnum vinkli [e. an honest gaze]“.

Beyoncé var síðast á forsíðu bandaríska Vogue árið 2015 en var það Mario Testino sem tók þær myndir. Testino hefur verið í kastljósi fjölmiðla upp á síðkastið en í janúar á þessu ári birtist frétt í The New York Times þar sem hann var sakaður um grófa kynferðislega áreitni gegn fyrirsætum sem hann hafði unnið með.

epa05781767 US Vogue Editor-in-Chief Anna Wintour (left) attends the Brock Collection fashion show at New York Fashion Week in New York, New York, USA, 09 February 2017. The Fall 2017 collections are being presented from 09 to 16 February.  EPA/PETER
 Mynd: EPA

Þessi september-útgáfa bandaríska Vogue markar því viss vatnaskil í fjölmiðlasögunni en auk þess var uppi hávær orðrómur um að þetta yrði síðasta tölublaðið sem ritstjórnn, Anna Wintour, kæmi að. Wintour er orðin 67 ára gömul og hefur ritstýrt blaðinu frá árinu 1988. Hún hefur að auki verið listrænn stjórnandi Condé Nast útgáfunnar sem gefur út Vogue, frá árinu 2013.

Í gær kom síðan út yfirlýsing á reikningi Condé Nast á Twitter, en þar var haft eftir Bob Sauerberg forstjóra fyrirtækisins að Anna Wintour væri hvergi á förum. „Anna Wintour er ótrúlega hæfileikarík og býr yfir botnlausri leiðtogahæfni á sínu sviði. Hún er ómissandi fyrir framtíðaráætlanir fyrirtækisins og samþykkt að starfa með okkur til frambúðar,“ segir hann.