Fyrsti fundur nýju stjórnarinnar hafinn

01.12.2017 - 14:23
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins kom saman til fundar í Stjórnarráðshúsinu í fyrsta skipti í dag klukkan tvö. Ráðherrarnir tóku við lyklavöldum í ráðuneytum sínum í morgun og í hádeginu áður en ríkisstjórnin kom saman til fundar.

Forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðu í gær að þeir þyrftu að vinna hratt í dag og næstu daga til að geta lagt fram frumvarp til fjárlaga sem fyrst. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi þar sem ríkisstjórnin var kynnt að venjulega þyrfti fjóra daga til að undirbúa fjárlagafrumvarp, nú gæfust fjórir dagar. 

Níu af ellefu ráðherrum ættu að kannast vel við sig í fundarherbergi ríkisstjórnarinnar. Það er vegna þess að flestir ráðherranna hafa áður gegnt embættinu. Einu nýliðarnir í ráðherrahópnum eru Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi