Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tók á fimmtudag fyrstu skóflustungu að byggingu Brúarvirkjunar í efri hluta Tungufljóts í Biskupstungum. Virkjunin er 9,9 megavatta rennslisvirkjun. Í tilkynningu frá HS Orku er haft eftir forstjóranum Ásgeiri Margeirssyni að skóflastungan sé stór áfangi en Brúarvirkjun fyrsta vatnsaflsvirkjunin í eigu HS Orku.