Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Fyrsta skóflustungan á Kárhóli

03.06.2014 - 13:18
Mynd með færslu
 Mynd:
Hermann Örn Ingólfsson skrifstofustjóri alþjóða- og öryggismálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Zhang Han, deildarstjóri evrópumálefna í kínverska utanríkisráðuneytinu, tóku í gær fyrstu skóflustungu að Norðurljósarannsóknarstöð á Kárhóli í Reykjadal.

Bygging stöðvarinnar er liður í samkomulagi milli Rannsóknamiðstöðvar Íslands (RANNÍS) og Heimskautastofnunar Kína (Polar Research Institute of China - PRIC) um stofnun sameiginlegrar miðstöðvar til norðurljósarannsókna.

Sjálfseignarstofnunin Aurora Observatory var stofnuð á síðast ári til að annast uppbyggingu og rekstur allrar aðstöðu á Kárhóli. Stofnaðilar eru Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Atvinnuefling Þingeyjarsveitar sem er eignarhaldsfélag sveitarfélagsins, Kjarni ehf., sem er eignarhaldsfélag í eigu Þingeyjarsveitar, Sparisjóðs Suður-Þingeyinga og nokkurra einstaklinga í héraði og Arctic Portal ehf.

Unnið er að breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar og gerð deiliskipulags er í vinnslu, en gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist síðar á þessu ári. Byggð verður rúmlega 700 fermetra bygging sem hýsa mun rannsóknartæki og vinnuaðstöðu fyrir vísindamenn auk gestastofu fyrir ferðamenn með sýningarrými og litlum ráðstefnusal til kynningar á norðurljósunum og öðrum þeim háloftafyrirbærum sem rannsökuð verða.

Frekari upplýsingar um verkefnið má nálgast hér.