Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Fyrsta síldin eftir verkfall til Vopnafjarðar

Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Uppsjávarskip HB Granda, Venus NS, kom til heimahafnar á Vopnafirði í morgun með fyrsta síldaraflann eftir að sjómannaverkfalli var frestað. Þetta voru 1200 tonn af síld sem fékkst í fimm holum vestur af Faxaflóa.

Síldin væn

Venus var fyrstur á miðin ásamt Bjarna Ólafssyni AK og Jónu Eðvalds SF eftir að verkfalli lauk. Róbert Axelsson skipstjóri á Venus segir á vef HB Granda að veðrið hafi ekki verið sem best á miðunum, en það hafi ekki komið að sök. Síldin er mjög væn eða um 340 grömm að jafnaði. 

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV