Fyrsta konan sem byrjar hlaupið með ólympíukyndilinn

epa05461212 Anna Korakaki of Greece reacts during the women's 10m Air Pistol qualification of the Rio 2016 Olympic Games Shooting events at the Olympic Shooting Centre in Rio de Janeiro, Brazil, 07 August 2016.  EPA/VALDRIN XHEMAJ
 Mynd: EPA

Fyrsta konan sem byrjar hlaupið með ólympíukyndilinn

09.02.2020 - 17:42
Ólympíumeistarinn í skotfimi, hin gríska Anna Korakaki, verður fyrsta konan í sögunni sem hleypur fyrsta hluta leiðarinnar með ólympíukyndilinn. Farið verður með hann frá borginni Ólympíu í Grikklandi á ólympíuleikana. Þeir verða haldnir í Tókýó í Japan í júlí. Hingað til hefur það alltaf verið karlmaður sem hefur hlaupið fyrsta hluta leiðarinnar frá Ólympíu.

Kveikt verður á kyndlinum við hátíðlega athöfn 12. mars. Þegar Korakaki hefur hlaupið sína vegalengd tekur Mizuki Noguchi, ólympíumeistari í maraþoni kvenna 2004, við kyndlinum.

Fulltrúar leikanna í Tókýó taka við kyndlinum í Aþenu og verður hann fluttur með flugvél til Japans 20. mars. Þá verður fjarri því að ferð kyndilsins á leikana sé lokið því að farið verður með hann um öll 47 héröð landsins á 121 degi. Byrjað verður í norðausturhluta Japans, í Tohoku, þar sem nær 16.000 manns fórust í miklum jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. För kyndilsins lýkur svo á þjóðarleikvangi Japana í Tókýó þar sem leikarnir hefjast í júlí.