Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Fyrsta hollið á Iceland Airwaves tilkynnt

Mynd með færslu
 Mynd: Omar Smith - Iceland Airwaves

Fyrsta hollið á Iceland Airwaves tilkynnt

26.03.2018 - 14:00

Höfundar

Breski sálardúettinn Girlhood, hollenska sönkonan Naaz og austurríska rapppían Mavi Phoenix eru meðal þeirra sem spila á Iceland Airwaves hátíðinni í nóvember.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni þar sem 27 listamenn eru kynntir til leiks, þar af 12 erlendir. Meðal íslenskra sveita sem fram koma eru Agent Fresco, Cyber, Sykur, Valdimar og Úlfur Úlfur. Þetta verður í tuttugasta skiptið sem hátíðin er haldin en á henni urðu nýlega eigendaskipti þegar Sena Live tók yfir reksturinn. Gefið hefur verið út að hátíðin hyggist leita aftur til upprunans og mest áhersla verði lögð á lítil bönd sem ekki eru ennþá orðin fræg, frekar en listamenn eins og til dæmis Flaming Lips, Kraftwerk eða Björk sem hafa lokað hátíðinni undanfarin ár.

Hér er listi yfir allar þær sveitir sem hafa verið bókaðar en nánari upplýsingar um þær má nálgast á vef hátíðarinnar.

Agent Fresco
Auður 
Between Mountains
Bríet
Cyber
Fontaines D.C. (UK)
Girl Ray (UK) 
Girlhood (UK)
Hugar
Jade Bird (UK)
Jockstrap (UK)
Júníus Meyvant
Kiryama Family
Mavi Phoenix (AT)
Nazz (NL)
The Orielles (UK)
Rythmatik 
Sassy 009 (NO)
Scarlet Pleasure (DK)
Snorri Helgason
Sykur
Superorganism (UK)
Tommy Cash (EE)
Una Stef
Úlfur Úlfur
Valdimar
Warmland

Tengdar fréttir

Tónlist

Sena kaupir Iceland Airwaves

Menningarefni

Breytt fyrirkomulag á Airwaves