Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Fyrsta ærin borin í beinni

14.05.2015 - 12:17
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ærin Marilyn Monroe bar í beinni útsendingu í sjónvarpinu innan tíu mínútna frá því útsendingin hófst. Bíldóttur hrútur kom í heiminn strax í byrjun útsendingar.

RÚV gefur öllum landsmönnum kost á að fylgjast með sauðburði í beinni útsendingu í heilan sólarhring frá fjárhúsunum á Syðri-Hofdölum í Skagafirði, hjá þeim Atla og Klöru. Útsending hófst klukkan tólf í beinni útsendingu í sjónvarpinu, á hliðarrás RÚV2 og á ruv.is. 

Gísli Einarsson, sjónvarpsmaður, verður á staðnum og spjallar við bændur og búalið. Takið þátt í umræðunni á Twitter síðu RÚV og spyrjið bændur spurninga með því að nota myllumerkið #beintfráburði.

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV

Tengdar fréttir