Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Fyrrverandi forseti í fangelsi

22.03.2011 - 08:31
Mynd með færslu
 Mynd:
Moshe Katsav, fyrrverandi forseti Ísraels, var í morgun dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir fyrir nauðgun.

Hann var sakfelldur fyrir að nauðga starfsstúlku í ráðuneyti þegar hann gegndi ráðherraembætti seint á 10. áratug síðustu aldar og fyrir að áreita tvær starfskonur á forsetaskrifstofunni þegar hann var forseti Ísrael á árunum 200 til 2007. Katsav neitaði sök en dómararnir sögðu vitnisburð Katsavs fullan af ósannindum og lygi. Katsav, sem er 65 ára, var einnig sakfelldur fyrir að hindra framgang réttvísinnar við rannsókn málsins.