Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Fyrir alla

Mynd með færslu
 Mynd:
Mynd:  / 
Hljómsveitin CADEM mun flytja lagið Fyrir alla, í henni eru þau Daníel Óliver, Emelie Schytz og Caroline Waldemarsson

Flytjandi og höfundur lags og texta:

Fullt nafn: Daníel Óliver Sveinsson 

Aldur: 29 ára

Fyrri störf í tónlist: Ég er söngvari og tónlistarmaður búsettur í Svíþjóð síðastliðin þrjú ár og er á samningi hjá Victoria Ekeberg Management. Ég byrjaði tónlistarferilinn í Idol Stjörnuleit á Íslandi og fór fljótt að vinna við tónlist. Ég hef m.a staðið á sviði með Páli Óskari á Nasa, Ferðast um landið með danshópnum REBEL og leikið í auglýsingum fyrir Smáralind, Icelandair hotels og fleiri fyrirtæki.  

Forsaga lagsins: Upphaflega áttum við að taka upp tvö lög eftir bandaríska lagahöfunda hjá Starlab Productions í Svíþjóð. Jimmy var þennan sama dag að leika sér í stúdíóinu við að gera POP/FUNK beat. Við urðum ástfangnir af beatinu og sömdum lagið og textann á staðnum. 

Lagið átti að vera fyrsti singullinn okkar í Svíþjóð en var síðan tekið upp á íslensku og sent í Söngvakeppnina eftir að umbinn okkar, Victoria Ekeberg, fékk þá flugu í höfuðið að þetta lag ætti erindi í Eurovision. 

 

Flytjendur:

Fullt nafn: Emelie Schytz: 

Aldur: 23ára

Fyrri störf í tónlistinni: Ég var upphaflega í stúlknabandinu Lucky Twice sem var vinsælt í Evrópu um tíma.Við seldum tvöfalda platínumplötu á Spáni og sungum á sviði fyrir framan tugi þúsunda manna. Þegar hljómsveitin hætti fór ég í CADEM og núna ætlum við okkur stóra hluti. 

 

Fullt nafn: Caroline Waldemarsson

Aldur: 20 ára

Fyrri störf í tónlistinni: Ég vann upphaflega við bókanir listamanna hjá stóru bókunarfyrirtæki í Svíþjóð. Jafnframt hef ég sungið í stúdíói síðan ég var 12 ára þar sem faðir minn var yfirmaður hjá plötuútgáfufyrirtæki og fékk mig til að spila inn demó fyrir aðra listamenn þar til ég næði aldri til að hefja minn eigin feril. 

 

Flytjandi og lagahöfundur:

Fullt nafn: Jimmy Åkerfors

Aldur: 34 ára

Fyrri störf í tónlistinni: Ég hef unnið sem pródúser í mörg ár og og er á samningi hjá Starlab Production þar sem ég var kynntur fyrir hljómsveitinni CADEM og fékk strax áhuga á að vinna með þeim. 

 

Textahöfundur og bakrödd:


Fullt nafn: Einar Ágúst Víðisson 

Aldur: 41 árs

Fyrri störf í tónlist:  Ég tók þátt í Eurovision ásamt Telmu fyrir Íslands hönd árið 2000 og keppti í Globen-höllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð með laginu Tell me. Ég spila á ásláttarhljóðfæri og kassagítar og syng í Skítamóral og hef samið þar bæði lög og texta. Svo var ég með daglegan þátt í um fimm ár á útvarpsstöðinni FM957, sá meðal annars um Íslenska listann.  Einnig starfaði ég á útvarpsstöðinni Kananum, hans Einars Bárðar, í nokkur ár við daglega dagskrárgerð, framleiðslu auglýsinga og hljóðhönnun.  Einnig sá ég þar um prógrammeringar stöðvarinnar og tilfallandi tæknimál. Útvarpið og poppið fer vel saman í skemmtibransanum.  Það má nýta ýmsa þekkingu úr öðrum bransanum yfir í hinn.  Það eru forréttindi að fá stundum að detta inn í daglegt líf einhvers fólks og setja mark sitt kannski smávegis á dag þess eða minningar.

Hver er forsaga lagsins: Daníel sendi mér lagið og spurði hvort ég gæti samið við það texta. Lagið greip mig eins og skot og ég hnoðaði eitthvað saman og sendi honum. Hann betrumbætti og lagaði textann og kom með sitt innlegg sem svona líka smellpassaði.  Mér varð hugsað til Pollapönks og árangurs þeirra gegn fordómum og hvað sú barátta skilaði sér vel og einmitt það er upplagið í textanum, að það er pláss fyrir alla og ekki svo vitlaus áminning einmitt núna og rétt að halda þeim kyndli á lofti. Við viljum breyta heiminum, það er svo einfalt.

 

Fyrir alla:

Láttu ekki á þig fá, heimsins vandamál – lifðu í gleðinni

Opnaðu þig upp, settu brosið upp - og lifðu lifandi

 

Ást er að vera á hreyfingu -

Dans lætur alla gleyma um stund, gleyma stað og stund

 

Fyrir kennaranemana, leigu bílsjóra og einstæða foreldra

Já fyrir krakkana, málara, banka stjórana og alla sem dansa  

 

Leyfðu straumnum að fara um þig - Opnaðu augun og sjáðu‘allt fólkið

Það eru allir jú  einhvers virði,  það er enginn of mikil byrði

 

Stilltu útvarpið á æðra tíðnisvið – við erum lifandi

Allt sem þú vilt sjá, allt sem þú villt fá – erum ósigrandi

 

Ást er að vera á hreyfingu -

Daaans lætur alla gleyma‘ um stund, gleyma stað og stund

 

Fyrir hjúkrunafræðinga, eldriborgara og lögreglumennina

Fyrir prakkara , bakara, listamennina og alla á Hvammstanga

 

Bros í hjartanu , bros á andlitinu , öll við getum tekið þátt


Fyrir rappara, söngvara, stjörnukokkana og svartklædda unglinga

já fyrir alla sem vilja, alla sem að elska og fyrir alla sem að hlusta

 

Leyfðu straumnum að fara um þig - Opnaðu augun og sjáðu allt fólkið

Það eru allir jú  einhvers virði,  það er enginn of mikil byrði