Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Fylgi Pírata aldrei mælst meira

Mynd með færslu
 Mynd: Gallup - RÚV
Fylgi Pírata mælist nú rúm 36 prósent og hefur aldrei verið meira samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Afar litlar breytingar eru á fylgi stjórnmálaflokkanna milli mánaða eða á bilinu 0,1-1,1 prósentustig

Píratar mælast sem fyrr með mesta fylgið 36,1 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn með 23,2 prósent, Framsóknarflokkurinn með 12,1 prósent og Vinstri græn með 11 prósent. Þá koma Samkylkingin með 9,5 prósent, Björt framtíð með 3,2 og Viðreisn með 2,1 prósent. Fylgi Viðreisnar birtist nú í fyrsta sinn í þjóðarpúlsi þar sem það mælist nú meira en áður. 

Könnunin var gerð dagana 25.febrúar til 30.mars og ekki er marktækur munur á fylgi flokkanna þegar það er greint eftir vikum. 

Tæp 10 prósent aðspurðra sögðust skila auðu eða ekki greiða atkvæði ef kosið yrði til Alþingis nú. Ellefu prósent vildu ekki gefa upp afstöðu sína. 

Rakel Þorbergsdóttir
Fréttastofa RÚV