
Fylgi Guðna minnkar um tæp 14 prósent
Samkvæmt könnuninni hefur fylgi Guðna minnkað um 9 prósentustig frá síðustu könnun MMR. Davíð Oddson mælist nú með 20,1% en á eftir honum kemur Andri Snær Magnason með 10,9% sem er nær sama fylgi og hann mældist með í síðustu könnun. Halla Tómasdóttir nýtur fylgis 6,9% kjósenda og 2,2% styðja Sturla Jónsson. Samanlagt fylgi annarra frambjóðenda mælist 3,3%
Stuðningur við Guðna er nokkuð jafn eftir samfélagshópum og stjórnmálaskoðunum. Guðni nýtur samt nokkuð minna fylgis meðal kjósenda Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks en nýtur mest stuðnings frá kjósendum Pírata. Davíð Oddson mældist aftur á móti með mikinn stuðning meðal karla, þeirra sem eldri eru og kjósa Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk.
Konur og yngri kjósendur eru hlutfallslega hrifnari af Andri Snæ en öðrum frambjóðendum en engan meðal stuðningsfólks Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Stuðningur við Höllu Tómasdóttur reyndist áberandi mestur meðal Samfylkingarfólks.