Hugsanlegt er að stórgrýti í gjánni sem kom í ljós í Almannagjá fyrir nokkrum vikum hafi losnað í skjálftunum 2000 og 2008. Síðan þá hafi svo smám saman skolast til minna grjót sem varð til þess að gjáin opnaðist. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur.