Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

„Fundurinn var mjög góður“

26.06.2018 - 14:40
Mynd: RÚV/Kristinn Þeyr Magnússon / RÚV/Kristinn Þeyr Magnússon
„Fundurinn var mjög góður, við fórum yfir stöðuna með Katrínu,“ sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, að loknum fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í stjórnarráðshúsinu í morgun.

Katrín Sif segir að farið hafi verið yfir það sem á undan hafi gengið og kröfur félagsmanna. „Hún tók vel niður hjá sér punkta og er vel inn í málunum, þannig okkur fannst mjög gott að eiga þetta samtal og erum þakklátar fyrir það að hafa fengið tíma með henni að fara yfir stöðuna.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Katrínu Sif í spilaranum hér fyrir ofan. 

holmfridurdf's picture
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir
Fréttastofa RÚV
milla.osk's picture
Milla Ósk Magnúsdóttir
Fréttastofa RÚV
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV