Fundu nýja von hjá Hlutverkasetri

Mynd: Magnús R Einarsson / Magnús R Einarsson

Fundu nýja von hjá Hlutverkasetri

05.03.2015 - 12:59

Höfundar

Hlutverkasetur er starfsendurhæfingar- og virknimiðstöð. Fólk kemur til að auka lífsgæði sín, brjótast út úr einangrun, halda sér virku eða undirbúa sig til náms eða vinnu.

 Edna, Kremena og María eru mæður sem allar hafa nýtt listræna hæfileika sína til að endurheimta vonina og trú á eigin áhrifamátt eftir áföll í lífinu. Þær segja að Hlutverkasetur hafi gefið þeim nýja von og þær fundu gleði og lífsvilja á ný eftir baráttu við þunglyndi,geðhvarfasýki og andlega vanlíðan í kjölfar ofbeldis.  Þær skrifuðu grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær og vilja með því opna umræðuna um geðsjúkdóma og berjast gegn fordómum.