Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Fundu 10 kindur á lífi í fönninni

23.09.2012 - 00:33
Mynd með færslu
 Mynd:
Bændur og björgunarsveitarmenn í Mývatnssveit fundu 10 kindur á lífi í fönn í viðamikilli leit í Gjástykki, á Kröflusvæðinu og við Eilífsvötn í gær. Fjórir menn leituðu í snjóbíl björgunarsveitarinnar Stefáns, og fóru yfir mikið svæði.

Einn leitarmanna var hætt kominn þegar fannbreiðan brast undan honum og minnstu munaði að hann félli 5-10 metra ofan í sprungu í Gjástykki.

Gísli Rafn Jónsson björgunarsveitarmaður segir ekki hættulaust að ganga um þessar snævi þöktu slóðir og hvetur aðra leitarmenn að fara að öllu með gát.

Gísli Rafn segir menn ótrauða halda áfram leit að fé í Mývatnssveit og víðar, enn finnist kindur á lífi, þetta 10-20 á dag, en féð fennti í hríðarveðrinu mikla fyrir tólf dögum. Enn séu allt að þúsund fjár í fönn.