Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Fundi Framsóknarmanna lokið

23.09.2016 - 16:46
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Þingflokksfundi Framsóknarflokksins var rétt í þessu að ljúka. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að forystumál flokksins hafi verið rædd á fundinum ásamt öðru. Willum Þór Þórsson segir að hann geti vel hugsað sér að Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður taki við formennsku í flokknum.

Boðað var til þingsflokksfundar hjá Framsóknarflokknum klukkan eitt með stuttum fyrirvara. Fundurinn var mun lengri en búist hafði verið við og lauk honum ekki fyrr en um hálf fimm leytið. Sigurður Ingi fór af fundi síðdegis en hann átti bókað flug til Akureyrar. Hann vildi ekkert tjá sig um þingflokksfundinn.