Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Fundað í dag vegna leitarinnar að Arturi

16.03.2017 - 07:01
Mynd með færslu
Artur Jarmoszko.  Mynd: RÚV - LRH
Rannsókn á hvarfi Arturs Jarmoszkos miðar ágætlega hjá lögreglu en mikil áhersla er lögð á að kortleggja ferðir hans. Enn er verið að afla gagna og fara yfir þau og sú vinna er tímafrek segir í tilkynningu frá lögreglu. Í dag verður tekin ákvörðun um hvort Artúrs verður leitað áfram og haldinn fundur lögreglu og Landsbjargar í hádeginu .

Björgunarsveitarmenn leituðu hans á höfuðborgarsvæðinu í byrjun vikunnar og var leitað á strandlengjunni frá Gróttu að Álftanesi. Artur sást á eftirlitsmyndavélum í miðborg Reykjavíkur að kveldi 28. febrúar en símagögn benda til þess að hann hafi verið í Kópavogi snemma nætur 1. mars. Lögregla telur að hvarf Arturs hafi ekki borið að með refsiverðum hætti.

 

Björn Malmquist
Fréttastofa RÚV