Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Fujimori aftur í fangelsi

03.10.2018 - 18:18
Erlent · Perú
epa00717117 Former Peruvian President Alberto Fujimori gets into a car as he is flanked by photographers near his residence in Santiago, Chile Friday, 19 May 2006. Fujimori was reportedly on his way to see his lawyer, a day after he was released from a
 Mynd: epa
Dómstóll í Perú hefur fellt úr gildi náðun Albertos Fujimori, fyrrverandi forseta landsins, og fyrirskipað að hann skuli fangelsaður þegar í stað.

Fujimori, sem er áttræður, var náðaður í desember í fyrra, þegar hann hafði afplánað 12 ár af 25 ára dómi fyrir að hafa fyrirskipað tvö fjöldamorð dauðasveita lögreglunnar snemma á 10. áratugnum. 

Það var þáverandi forseti Perú, Pedro Pablo Kuczynski, sem náðaði Fujimori. Hann sagði af sér í mars síðastliðnum vegna ásakana um spillingu. Þá efndu mannréttindasamtök og fórnarlömb Fujimoris til fjöldamótmæla sem í dag leiddu til þess að forsetinn fyrrverandi þarf að snúa aftur í fangelsi.