Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

FSu og Kvennó í síðari viðureign undanúrslita

Mynd með færslu
 Mynd:
Seinni umferð undanúrslita Gettu betur fer fram í kvöld þegar lið Fjölbrautaskóla Suðurlands og Kvennaskólans í Reykjavík takast á  um hvort liðanna kemst áfram í úrslit keppninnar í ár. Í síðustu viku tryggði lið MR sér sæti í úrslitum með sigri á liði MA í fyrri undanúrslitum keppninnar.

Fjölbrautaskóli Suðurlands var fyrsti framhaldsskóli landsins sem sigraði í keppninni en það var árið 1986. Kvennaskólinn hefur hampað titlinum tvisvar sinnum, síðast árið 2017. Í kvöld kemur í ljós hvor skólinn muni berjast um Hljóðnemann við Menntaskólann í Reykjavík sem hefur unnið keppnina 21 sinnum í 34 ára sögu keppninnar.  

Í liði FSu eru þau Guðný Von Jóhannesdóttir, Sólmundur Magnús Sigurðarson og Svavar Daðason og í liði Kvennó eru þau Fjóla Ósk Guðmannsdóttir,  Hlynur Ólason og Berglind Bjarnadóttir. 

Keppnin er í beinni útsendingu frá Austurbæ á RÚV og hefst kl.19.45 og útsendingu stjórnar Elín Sveinsdóttir 

 

Elín Sveinsdóttir
dagskrárgerðarmaður