Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Frumvarp um staðgöngu lagt fram í vetur

03.10.2013 - 19:15
Mynd með færslu
 Mynd:
Ríkisstjórnin stefnir að því að leggja fram frumvarp í vetur um að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að nýtt þing tjái sig um þetta flókna og umdeilda mál.

Starfshópur um undirbúning frumvarps um staðgöngumæðrun hefur verið að störfum í rúmt ár og hefur fengið umboð frá heilbrigðisráðherra til að halda áfram þeirri vinnu. Ráðherra hyggst á haustþingi flytja skýrslu um stöðu málsins. Hann segir að sú skýrsla verði nýtt til grundvallar þeirri umræðu sem sé nauðsynleg í þjóðfélaginu um þetta mál.

Þau pör, sem hingað til hafa leitað út fyrir landsteinana til landa þar sem staðgöngumæðrun er lögleg, lenda í lagalegri klemmu þegar heim er komið með barnið. Fæðingarvottorð fást ekki viðurkennd og hverjir séu í raun foreldrar barnsins.

Á næstu dögum lýkur meðferð í dómskerfinu og stjórnsýslunni á faðernismáli drengs sem kom í heiminn með aðstoð staðgöngumóður á Indlandi fyrir þremur árum.  Lögmaður fjölskyldunnar hefur einnig til meðferðar mál þriggja annarra barna sem komu í heiminn með hjálp staðgöngumóður. Þá segist hann vita til þess að fleiri börn, sem getin voru með þessum hætti, séu væntanleg.