Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Frumvarp um náttúruvernd

08.11.2011 - 21:13
Mynd með færslu
 Mynd:
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um náttúruvernd. Meginefni frumvarpsins lýtur að akstri utan vega og akstri á vegslóðum.

Þar er meðal annars lagt til að meginregla náttúruverndarlaga haldist óbreytt og að akstur vélknúinna ökutækja utan vega sé bannaður.

Þó verði heimilt að aka slíkum tækjum á jöklum og á snævi þakinni jörð utan þéttbýlis svo frem jörð sé frosin og augljóst að slíkt valdi ekki náttúruspjöllum.