Frumsýning á Kynsnillingur

Mynd: RÚV / rúv

Frumsýning á Kynsnillingur

09.03.2018 - 23:20

Höfundar

Leikhópurinn úr Rocky horror show frumsýndi atriðið Sweet Transvestite í Vikunni með Gísla Marteini. Lagið var áður þekkt sem „Taumlaus transi“ en heitir nú „Kynsnillingur“ í nýrri þýðingu Braga Valdamars Skúlasonar.

Það er Páll Óskar sem bregður sér í hlutverk Frank-N-Furter en þó ekki í fyrsta sinn þar sem hann lék þann síðarnefnda í uppsetningu Nemendafélags MH árið 1991. „Verkið er samið í miðri kynlífsbyltingunni og kvenréttindabaráttunni og svo hinseginbaráttunni, sem er þarna að slíta barnsskónum. Það er eins og þessar þrjár baráttur dansi alltaf saman í gegnum tíðina. Alltaf þegar einhver nýr kapítuli hefst í þessari baráttu þá gerist hann samtímis í þessum þremur baráttum,“ sagði Páll Óskar í Popplandi um umfjöllunarefni Rocky Horror Show sem verður frumsýnt 16. mars í Borgarleikhúsinu.

Tengdar fréttir

Tónlist

Kynsnillingurinn Páll Óskar

Leiklist

Rocky Horror tvöfaldaði forsölumet Mamma Mia

Leiklist

Frank-N-Furter eins og Lína langsokkur

Leiklist

Páll Óskar snýr aftur í Rocky Horror