Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Frikki Dór og Jón Jónsson taka lagið

Mynd: Einelti er ógeð / RÚV

Frikki Dór og Jón Jónsson taka lagið

25.09.2015 - 10:41
Það er líf og fjör í útvarpshúsinu í tengslum við söfnunina ‚Einelti er ógeð‘. Söngelsku bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór mættu í morgun og tóku lagið.

Fyrirtæki og einstaklingar geta keypt sér lög til spilunar á Rás 2 í dag með því að hringja í síma 512-2020. Líki fólki ekki við lagavalið getur það hringt og beðið um önnur lög í staðinn. Það eru samtökin Á allra vörum sem standa fyrir söfnuninni Einelti er ógeð. Allt fé úr henni rennur til samskiptasetursins Erindi.

Hlustið á útsendinguna hér