Fríða frænka á förum eftir 33 ár

Mynd með færslu
 Mynd:

Fríða frænka á förum eftir 33 ár

12.08.2013 - 21:37
Fríða Frænka er á förum úr miðbænum. Eftir þrjátíu og tveggja ára veru í Hlaðvarpanum lokar þessi gamalgróna antíkverslun við lítinn fögnuð viðskiptavina.

Verslunin var stofnuð árið 1981 og var fyrst um sinn í Ingólfsstræti en flutti svo í núverandi húsnæði við Vesturgötu. Húsið hýsti áður rakarastofu og síðan ensku verslunina um árabil.

Síðustu þrjátíu og tvö ár hefur verslunin fest sig í sessi í miðbænum og er reglulegur viðkomustaður grúskara, fagurkera og ferðamanna. Nú er það tímabil senn á enda, því húsið hefur verið sett á sölu.

Ástæðan er einföld segir Anna Ringsted, eigandi verslurinnar: „Mig langar bara að breyta til og fara að létta á mér og kannski geta farið í sumarfrí eins og venjulegt fólk á venjulegum sumarleyfistíma.“

Margir munu eflaust gráta brottför Fríðu frænku úr miðbænum, enda var ákvörðunin allt annað en auðveld. Anna segst vera búin að sjá mörg tár síðustu daga: „Sko ég er búin að sjá mörg tár bara á nokkrum dögum og líka hjá mér náttúrulega sko. Mér fannst það eiginlega góð lýsing hjá einum vini mínum, hann sagði Anna ertu brjáluð, þetta er eins og að leggja niður bókasafnið.“

Alls er húsið tvö hundruð og fimmtíu fermetrar á tveimur hæðum. Framtíð hússins er með öllu óljós.