Frekara fullveldisframsal nauðsynlegt

26.09.2012 - 19:12
Mynd með færslu
 Mynd:
Michael McGowern, fyrrum þingmaður á Evrópuþinginu telur að frakara samstarf Evrópusambandsþjóðanna sé nauðsynlegt og frekari samþætting hagkerfanna muni brátt þykja sjálfsagt mál.

McGovern telur að vandinn á evrusvæðinu, fjárhagsvandinn, verði til þess að fólk skilji betur nauðsyn þess að löndin þurfa að hafa nánara samstarf en verið hefur og þurfi í framtíðinni að deila fullveldi sínu í meira mæli en hingað til. McGowan telur myndun Evrópusambandsins vera merkustu félagslegu þróunina sem átt hefur sér stað í heiminum. Hann hefur sjálfur mestan áhuga á hinu menningarlega hlutverki sambandsins en er jafnframt viss um að efnahagslegur grundvöllur landanna sem mynda bandalagið muni eflast og þróast fyrr en verið hefði hefði sambandið ekki náð að myndast. En vissulega, segir hann, miðar okkur þessi misserin hægar en við ætluðum. En það er allt að því út í bláinn, segir hann, að einstök ríki leiði að því hugann að segja sig frá evrusamstarfinu. Þvert á móti þurfum við, íbúar þessarar litlu plánetu að deila kjörum nánar en við höfum gert og gera okkur betur grein fyrir heildarmyndinni. Rætt verður við Michael McGowern í Spegli dagsins og sagt frá erindi Davids Miliband, fyrrum utanríkisráðherra Breta, sem hann hélt í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag.