Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Franski spítalinn tekur á sig mynd

05.02.2013 - 13:42
Mynd með færslu
 Mynd:
Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði reyndist mun verr farinn en talið var áður en endurbygging hófst. Þó aðeins sé hægt en nýta einstaka spýtu er húsið komið á sinn stað og nálgast óðfluga sína endanlegu mynd.

Nú eru rúm tvö ár síðan franska spítalanum var ekið af Hafnarnesi við Fáskúðsfjörð inni í þorpið á Búðum. Aldrargamalt húsið illa farið af fúa en að sama skapi stórmerkilegt. Byggt af frökkum við lok skútualdar til að hjúkra frönskum sjómönnum við Íslandsstrendur og ekki síður heimamönnum. Húsið er nú komið á endanlegan stað í þorpinu og verða undirgöng frá safni og móttöku í læknishúsinu yfir í gamla spítalann með hótelherbergjum og veitingastað. Enn er þó mikið verk óunnið enda reyndist lítið nothæft af gamla timbrinu. ,,Þannig að það má eiginlega segja að við höfum verið ekki á elleftu heldur á tólftu sundu að nýta þó það sem nýtanlegt var,“ segir Þorsteinn Bergsson framkvæmdastjóri Minjaerndar. ,, Spítalinn sjálfur var orðin mun lélegri af fúa heldur en maður var að vonast til. Ég get ímyndað mér aðmilli 30-40% af stoðum séu endurnýttar. Nokkrir gólfbitar fenu framhaldslíf í húsinu á nýjum stað en þeir eru reyndar ekki margir.“

Alls kosta framkvæmdirnar rúmar 600 milljónir og eru alfarið kostaðar af Minjavernd. Þær munu skila samfélaginu safni um sjósókn frakka, kaþólskri kapellu, hóteli og veitingastað. Þorsteinn segir verkefnið fjármagnað með eigin fé Minjaverndar, sölu eigna í Reykjavík og einnig með lánum. Ekki tókst að sækja fé til Frakka vegna verkefnisins eins og vonast var til en hugsanlega mun Gravelines vinarbær Fjarðabyggðar koma að uppsetningu sýningar.

Minjavernd fær ekki fjármuni á fjárlögum heldur er hún hlutfélag í eigu ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og sjálfseignarstofnunar sem heitir Minjar. Þorsteinn segir að markmiðið sé að verkefni sem Minjavernd kemur að séu sjálfbær. Sum skili arði og þannig sé hægt að gefa öðrum meðgjöf í byrjun til að þau geti verið sjálfbær eftir það. Það síðarnefnda eigi við um verkefnið á Fáskrúðsfirði. Samið hefur verið við Íslandshótel um rekstur í húsakynnum Franska spítalans. ,,Hér erum við staddir í setustofu hótelsins og hér að handan er veitingastaðurinn. En allt í allt erum við hér með um 1750 metmetra í þessum endurgerðu húsum. Þar sem við stöndum núna verður nokkuð stór pallur eða bryggja réttara sagt sjávarmeginn við spítalann. Út frá þessum palli verður bryggja; 30 metra á haf út og henni er ætlað að skapa móttökumögulegika ferðmanna sem koma af sjó,“ segir Þorsteinn. Gangi allt að óskum lýkur framkvæmdum í maí á næsta ári.

Horfa á fréttatíma.