Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Framsókn býður fram með flugvallarvinum

Mynd með færslu
 Mynd:
Framsóknarflokkurinn hefur tekið höndum saman við flugvallarvini um framboð til borgarstjórnarkosninga í næsta mánuði. Þriðji maður á lista er ekki í Framsóknarflokknum.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skipar fyrsta sætið á listanum, sem býður fram undir listabókstanum B. Þetta var tilkynnt á kjördæmisþingi Framsóknarmanna í Reykjavík í kvöld. Sveinbjörg Birna er formaður Landssambands framsóknarkvenna. Hún skipaði þriðja sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í síðustu alþingiskosningum.

Annar maður á lista er Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, héraðsdómslögmaður, og þriðja sætið skipar Gréta Björg Egilsdóttir, íþróttafræðingur. Hún er ekki framsóknarmaður, heldur í hópi flugvallarvina í Reykjavík.

Listinn er þannig:

1. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, héraðsdómslögmaður

2. Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, héraðsdómslögmaður

3. Gréta Björg Egilsdóttir, íþróttafræðingur

4. Jóna Björg Sætran, menntunarfræðingur og markþjálfi

5. Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrv. lögreglumaður

6. Ríkharð Óskar Guðnason, útvarpsmaður

7. Trausti Harðarson, viðskiptafræðingur

8. Herdís Telma Jóhannsdóttir, verslunareigandi

9. Katrín Dögg Ólafsdottir, jafnréttisfulltrúi lögreglunnar

10. Jón Sigurðsson, skemmtikraftur