
Yfirlýsingin í heild sinni:
„Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun að falla frá stjórnarfrumvarpi um raflínulagnir Landsnets frá Kröflu, um Þeistareyki að Bakka. Var það gert að undangengnu samráði við sveitarfélögin Norðurþing, Skútustaðahrepp og Þingeyjarsveit. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur ákveðið að taka framkvæmdaleyfisumsókn Landsnets til umfjöllunar að nýju í ljósi niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Sveitarfélögin eru einhuga um að vinna sameiginlega að framgangi málsins í samræmi við lagaskyldur sveitarfélaga, enda varða umræddar línulagnir mikilvæga náttúrufarslega-, samfélagslega- og efnahagslega hagsmuni.“
Ríkisstjórnin ákvað að draga frumvarp iðnaðarráðherra um raflínur að Bakka til baka, eftir að hafa ráðfært sig við sveitarfélögin á svæðinu, í framhaldi af niðurstöðu nefndarinnar.
Úrskurðarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að gallar hafi verið á framkvæmdaleyfi því sem gefið var út fyrir lagningu Kröflulínu 4. Ekki var gætt í öllu ákvæða skiplags- og náttúruverndarlaga, auk þess sem sveitarstjórn fullnægði ekki rannsóknarskyldu sinni.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur nú samþykkt að taka umsóknina fyrir að nýju.