Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Framboðsfundur í Reykjanesbæ

Ráðhúsið í Reykjanesbæ. - Mynd: Reykjanesbær / Reykjanesbær
Umræður um sveitarstjórnarmál með oddvitum flokkanna átta sem bjóða fram í Reykjanesbæ. Þættinum var útvarpað í beinni útsendingu frá Fjölskyldusetrinu í bænum í kvöld, 11. maí.

Gestir Arnars Páls Haukssonar og Arnhildar Hálfdánardóttur voru:

  • Jóhann Friðrik Friðriksson, Framsóknarflokki
  • Margrét Sanders, Sjálfstæðisflokki
  • Friðjón Einarsson, Samfylkingu
  • Guðbrandur Einarsson, Beinni leið
  • Þórólfur Júlían Dagsson, Pírötum
  • Gunnar Þórarinsson, Frjálsu afli
  • Dagný Alda Steinsdóttir, VG og óháðir í Reykjanesbæ
  • Margrét Þórarinsdóttir, Miðflokki

Í þessum hópi eru fjórir nýir oddvitar og síðast buðu hvorki VG né Miðflokkur fram. Bæjarfulltrúarnir eru ellefu. Þetta kjörtímabil hafa Bein leið, Frjálst afl og Samfylking og óháðir setið í meirihluta með samtals sex bæjarfulltrúa. Þar á undan hafði Sjálfstæðisflokkur verið með hreinan meirihluta í tólf ár.