Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Framboðsfundur í Hafnarfirði

Mynd: Anna Kristín Jónsdóttir / Anna Kristín Jónsdóttir
Umræður um sveitarstjórnarmál með oddvitum flokkanna átta sem bjóða fram í Hafnarfirði. Þættinum var útvarpað í beinni útsendingu á Rás 2

Viðmælendur eru:

  • Ágúst Bjarni Garðarsson, Framsókn og óháðum
  • Jón Ingi Hákonarson, Viðreisn
  • Rósa Guðbjartsdóttir, Sjálfstæðisflokki
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, Bæjarlistanum
  • Sigurður Þ. Ragnarsson, Miðflokki
  • Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, Pírötum
  • Adda María Jóhannsdóttir, Samfylkingu
  • Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, Vinstri grænum

Sex flokkar buðu fram í síðustu kosningum árið 2014. Hvorki Framsóknarflokkur né Píratar náðu kjöri í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkur fékk fimm fulltrúa kjörna og myndar meirihluta með Bjartri framtíð sem fékk tvo menn kjörna. Í minnihluta eru Samfylkingin með þrjá menn og Vinstri græn með einn. Ellefu bæjarfulltrúar sitja í bæjarstjórn.