Oddvitar í Fjarðabyggð:
Jón Björn Hákonarson oddviti Framsóknar og óháðra,
Jens Garðar Helgason oddviti Sjálfstæðisflokksins.
Eydís Ásbjörnsdóttir oddviti Fjarðalistans, lista félagshyggjufólks,
Rúnar Gunnarsson oddviti Miðflokksins
Þrír listar buðu fram í síðustu kosningum 2014, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Fjarðalistinn. Atkvæði skiptust nokkuð jafnt milli þessara þriggja flokka því hver þeirra fékk þrjá menn kjörna. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn skipa meirihlutann í bæjarstjórninni. Fjöldi íbúa í Fjarðabyggð var samkvæmt Hagstofunni í byrjun árs 4.777. Þeim fjölgaði um 2% á kjörtímabilinu. Sveitarfélagið stækkar eftir kosningar því Breiðdalshreppur hefur sameinast Fjarðabyggð. Íbúar í Breiðdalshreppi er um 185 talsins.