Oddvitar og frambjóðendur á Fljótsdalshéraði:
Steinar Ingi Þorsteinsson, oddviti Héraðslistans, samtaka félagshyggjufólks,
Anna Alexandersdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks og óháðra,
Stefán Bogi Sveinsson, oddviti Framsóknar á Fljótsdalshéraði,
Gunnar Þór Sigbjörnsson 4. sæti á lista Miðflokksins.
Þó að þáverandi meirihluti fyrir síðustu kosningar 2014 hafi haldið velli, meirihluti Framsóknarfélags Héraðs og Borgarfjarðar og Á- listans fór það svo að Framsóknarflokkurinn sat eftir í minnihluta. Hinir flokkarnir sem náðu inn manni, fengu hver tvo menn og mynduðu saman meirihluta. Sjálfstæðisflokkur, Héraðslistinn og Á-listinn. Á-listinn hefur verið lagður niður. Kjósendur hafa nú val á milli fjögurra flokka: Héraðslistans Samtaka félagshyggjufólks, Sjálfstæðisflokks og óháðra, Framsóknar á Fljótsdalshéraði og Miðflokksins. Í byrjun þessa árs var fjöldi íbúa 3.547 og fjölgaði um rúm 2% á kjörtímabilinu.