Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Framboðsfrestur VR rennur út í dag

11.02.2019 - 11:49
Innlent · VR
Mynd með færslu
 Mynd:
Það skýrist í dag hvort Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fái mótframboð í embætti formanns. Frestur til að skila inn framboðum rennur út klukkan 12:00 á hádegi. Formaður VR situr í tvö ár í senn.

Einnig verður kosið í stjórn VR og trúnaðarráð og rennur frestur til að skila inn framboðum í þau embætti einnig út á hádegi. Sjö sitja í stjórninni og þrír eru til vara. Einstaklingar bjóða sig fram til setu í stjórninni en listar eru boðnir fram til setu í trúnaðarráðinu. 41 sæti eru í ráðinu.  

Kjörstjórn VR kemur saman til fundar klukkan 15:00 í dag og að honum loknum verður tilkynnt um þau framboð sem bárust.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir