Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Frambjóðendur í Norðvestur takast á

Mynd: Anna Kristín Jónsdóttir / Anna Kristín Jónsdóttir
Fulltrúar þeirra 9 flokka sem bjóða fram í Norðvesturkjördæmi gerðu grein fyrir sínum áherslumálum í kjördæmaþætti á Rás 2. Kjördæmið er stórt en jafnframt það fámennasta. Þingsæti eru 8 og þar af er eitt jöfnunarsæti.

Meðal þess sem rætt var um voru virkjanaáform í kjördæminu, einkum um afstöðu flokkanna til Hvalárvirkjunar. Einnig komu fram skoðanir á laxeldi á Vestfjörðum og rætt um hvort heimila ætti eldi í Ísafjarðardjúpi. Þá var rætt gamalt hitamál um hvort leggja eigi veg um Teigsskóg og þvera Þorskafjörð, Djúpafjörð og Gufufjörð. Staða sauðfjárbænda var einnig rædd en þeir eru fjölmennir í kjördæminu.

arnarph's picture
Arnar Páll Hauksson
Fréttastofa RÚV