Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Frakkar vilja banna tunnusprengjur

23.10.2015 - 13:46
epa04099673 A photo made available on 25 February 2014 shows a Syrian civilian reacting to the destruction caused by an alleged government launched barrel bomb attack in Tariq al Bab neighborhood, Aleppo, Syria, 16 February 2014. The UN Security Council
Borgarbúar í Aleppo virða fyrir sér eyðilegginguna eftir tunnusprengjuárás stjórnarhersins.  Mynd: EPA
Frakkar ætla á næstu dögum að leggja fram ályktunartillögu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sem felur í sér að sýrlenska stjórnarhernum verði bannað að nota tunnusprengjur í stríðinu við uppreisnarmenn.

Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, greindi frá þessu í dag að loknum fundi með Staffan de Mistura, erindreka Sameinuðu þjóðanna, í málefnum Sýrlands. Talið er ólíklegt að Rússar, helstu bandamenn stjórnvalda í Damaskus, samþykki slíka tillögu.

Notkun tunnusprengja hefur sætt mikilli gagnrýni, en slíkum sprengjum er varpað úr flugvélum og þyrlum. Þær eru mjög öflugar, en ónákvæmar, og hafa orðið fjölda almennra borgara að bana. 

Fabius tilkynnti einnig í dag að hann ætlaði að ræða ástandið í Sýrlandi við starfsbræður sína frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi-Arabíu og Þýskalandi í París í næstu viku. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, myndi ekki sitja fundinn.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV