Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Frakkar minnast fórnarlamba árása fyrir ári

05.01.2016 - 09:52
epa05087449 An undated handout picture provided by Majorelle PR Agency on 04 January 2016 shows the cover of the special issue #1224 of the French satirical weekly Charlie Hebdo with a cartoon of a bearded god carrying a kalashnikov reading '1 an
Forsíða nýjasta tölublaðs tímaritsins Charlie Hedbo sem kemur út á morgun. Mynd: EPA - MAJORELLE PR
Francois Hollande, forseti Frakklands, afhjúpaði í morgun veggskjöld til minningar um þá sem létust í árásinni á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París fyrir ári.

Tveir menn réðust inn í skrifstofur tímaritsins 7. janúar á nýliðnu ári og skutu til bana starfsmenn og gesti og einnig tvo lögreglumenn, alls 11 manns. Ellefu til viðbótar særðust. Árásarmennirnir, sem voru bræður, voru vegnir tveimur dögum síðar.

Frakklandsforseti ætlar einnig að afhjúpa skjöld til minningar um þá sem létust í verslun gyðinga í París 9. janúar þegar vopnaður maður réðst þangað inn, skaut fjóra til bana og tók fólk í gíslingu. Sá árásarmaður var einnig skotinn til bana og 15 gíslar frelsaðir. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV