Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Frakkar felldu hryðjuverkaleiðtoga í Malí

06.11.2019 - 06:44
Mynd með færslu
Fjölmennt friðargæslulið hefur verið í Malí síðustu ár. Mynd:
Franska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í gær að hersveitir hafi fellt hryðjuverkaleiðtogann Ali Maychou í Malí. Hann var leiðtogi hreyfingarinnar JNIM í vestanverðri Afríku. Ráðuneytið segir hann hafa fallið í aðgerð franska hersins 9. október. 

Maychou var áður róttækur bænaprestur. Hann var beittur þvingunum af hálfu Sameinuðu þjóðanna vegna tengsla hans við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, og al Kaída. Franski herinn hefur átt í átökum við JNIM og fleiri vígahreyfingar í Malí og víðar sunnan Sahara eyðimerkurinnar. JNIM hefur gert árásir á malískar og franskar hersveitir auk friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna.

Ekkert lát er á hryðjuverkaárásum í Malí þrátt fyrir fall leiðtogans. Minnst 53 hermenn létu lífið í hryðjuverkaárás nærri landamærunum að Níger í síðustu viku. Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á árásinni.