Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Frakkar banna plastpoka og fornbíla

01.07.2016 - 16:16
epa01082206 Fish swim near a plastic bag along a coral reef off the coast of the Red Sea resort town of Naama Bay, Egypt, 01 August 2007. Egypt's Red Sea coast is a popular vacation destination and water sports such as snorkling and diving burden the
 Mynd: EPA
Frakkar verða frá og með deginum í dag að ferja matvörur, sem þeir festa kaup á, heim í einhverju öðru en plastpokum. Bann við notkun plastpoka úr þunnu plasti tók gildi í dag, miðað er við 0,05 millimetra. Verslanir mega einungis selja burðarpoka úr pappír og lífrænum efnum sem brotna niður í náttúrunni.

Þetta er liður í að uppfylla tilskipanir Evrópusambandsins. Frakkland er annað ríkið í Evrópu sem innleiðir plastpokabann en Ítalir voru fyrstir til þess. Bann hefur einnig verið innleitt í Kína, Indlandi og í nokkrum Afríkuríkjum.

Þrengt að plastpokum hérlendis

Hér á landi stendur ekki til að banna plastpoka. Starfshópur á vegum umhverfisráðuneytisins skilaði fyrr í vikunni tillögum sem miða að því að fækka plastpokum, sem hver Íslendingur notar að jafnaði á ári, úr um 105 í 40 fyrir árið 2025. Plastpokabann er ekki eina bannið sem tekur gildi í Frakklandi í dag, því héðan í frá mega bílar eldri en 20 ára ekki aka um götur Parísarborgar.

 

arnhildurh's picture
Arnhildur Hálfdánardóttir
Fréttastofa RÚV